Vestmannaeyjar sem Guðmundur Jónsson söng

Miðvikudaginn 14. þessa mánaðar verður okkar ástsæli söngvari, Guðmundur Jónsson, borinn til grafar.

Í góðum útvarpsþætti, sem Guðmundur Andri Thorsson flutti um hann á sunnudaginn var, birti hann kafla úr viðtali Ævars Kjartanssonar við guðmund. Þar greindi Guðmundur frá því að hann hefði sungið hvað sem var enda hefðu yfirleitt ekki aðrir fengist til að syngja ýmislegt sem hann söng.

Það var nú einhvern veginn þannig að flesta, sem höfðu samið eitthvert sönglag, langaði til að Guðmundur syngi það. Þegar við bræðurnir enduðum Eyjapistla Ríkisútvarpsins 25. mars 1974 eftir að hafa haldið þeim úti í rúmt ár, fannst okkur tilvalið að biðja Guðmund að syngja þrjú erindi kvæðisins Vestmannaeyja eftir Kristin Bjarnason. Var þetta einhvers konar hvatningaróður til Eyjamanna.

Guðmundur söng ýmis héraðslög og þar á meðal Sumarmorgun á Heimaey eftir þá Brynjólf Sigfússon og Sigurbjörn Sveinsson. Mér er það hljóðrit ekki handbært enda efast ég um að ég fengi leyfi til að birta það á síðu þessari.

En hér kemur lagið við kvæðið um Vestmannaeyjar sem Guðmundur Jónsson söng.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband