Talandi blóðsykurmælar

Í kvöld fékk ég bandarískt fréttabréf um rafrænt aðgengi. Þar er lýst nokkrum blóðsykurmælum sem tala ensku og eru algerlega aðgengilegir þeim sem eru sjónlausir.

Hér á markaðinum hafa verið stórir mælar frá Beier. Þeir eru seinvirkir og tekur um eina mínútu að fá niðurstöður mælinga. Blóðsykurmælarnir, sem lýst er í þessu fréttabréfi, eru mun minni, tífalt hraðvirkari og mun ódýrari. Mig minnir að talandi mælir kosti hér á landi um 80.000 kr, en mælarnir, sem fjallað er um og eru frá Ungverjalandi og Taiwan, kosta um 80 Bandaríkjadali.

Hér að neðan er slóðin á fréttabréfið. Vinsamlegast látið sjóndapra og sykursjúka vini ykkar vita. Ekki skaðar að gera innflytjendum aðvart.

http://www.afb.org/accessworld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband