Verður Starfsendurhæfingu Norðurlands lokað?

Í hádeginu greindi Ríkisútvarpið frá því að sennilega yrði Starfsendurhæfingu Norðurlands lokað vegna fjárskorts. Sagði Soffía Gísladóttir, stjórnarformaður, að ekki næðist í ráðamenn menntamálaráðuneytisins og taldi að í óefni horfði.

Fyrir rúmum 20 árum stóð ég í því ásamt öðru fólki að koma á fót starfsendurhæfingu, sem hlaut nafnið Starfsþjálfun fatlaðra, en er nú oftast kölluð Hringsjá. Upphaf þeirrar starfsemi var tilraun sem gerð var á vegum Öryrkjaganbalagsins, Rauðakrossins, Stjórnunarfélagsins og fleiri aðila sem tókst svo vel að ákveðið var að halda starfinu áfram en í breyttri mynd. Þá þvældi menntamálaráðuneytið málið svo að við lá að ekkert yrði af stofnuninni. Allt var það vegna þess að talað var um endurhæfingu í stað menntunar, en endurhæfingin er ekki á vegum ráðuneytis menntamála.

Við leituðum þá til félagsmálaráðuneytisins og þar gekk maður undir manns hönd að aðstoða okkur. Þá var Jóhanna félagsmálaráðherra eins og nú. Þessi starfsþjálfun starfar enn og hefur skilað ríkulegum árangri. Stofnunin hefur jafnan verið á ábyrgð Öryrkjabandalagsins.

Frá upphafi þessarar aldar hefur verið lagt kapp á að auka endurhæfingu hér á landi og fyrir nokkrum árum kom út skýrsla um þessi mál. Samt er eins og heldaryfirsýn hafi skort á þennan málaflokk og minna hefu orðið um efndir.

Í starfi nefndar sem vann að tillögum að aðgengi allra að þjóðfélaginu var lögð sérstök áhersla á endurhæfingu. Ég man ekki betur en að í stjórnarsáttmálanum sé einnig vikið að þessum málum.

Verði Starfsendurhæfingunni á Norðurlandi lokað verður það áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Skorað er ´hér með á ráðherra mennta- og félagsmála að leita lausna á vanda stofnunarinnar. Það er ódýrara að endurhæfa fólk en setja það á lyf og iðjuleysi. Það ber einnig vott um mannvirðingu og mannvernd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband