Dagljós á bifreiðum

Í bílablaði Morgunblaðsins er grein um þá ákvörðun Evrópusambandsins að setja reglur um notkun svokallaðra dagljósa í bifreiðum.

Þegar Oddur Ólafsson, fyrsti formaður Öryrkjabandalags Íslands og einhver mesti hugsjónamaður í þingliði sjálfstæðisflokksins á síðustu öld, varð 75 ára stóð á Alþingi umræða sem hæst um lögleiðingu ljósanotkunar á bifreiðum allan sólarhringinn. Börðust ýmsir þingmenn, þar á meðal hinn ágæti og á stundum framsýni Árni Johnsen, gegn þessari lögleiðingu með kjafti og klóm. Ekki var framsóknarmaðurinn Ólafur heitinn Þórðarson skárri.

Oddur var ákveðinn maður og í afmælinu kom hann að máli við mig og sagði: "Heyrðu, elskan mín. Við getum ekki látið það viðgangast að Alþingi hafni þessum lögum. Tala þú við þína menn og ég tala við mína." Og hann gaf mér kankvíst olnbogaskot og sagði mér hverja þyrfti helst að tala við.

Þó að ljósanotkun og birta skipti mig yfirleitt litlu máli skynjaði ég vegna atburða sem orðið höfðu, hversu nauðsynlegt þetta var og einhenti mér í málið innan Framsóknarflokksins og líka talaði ég við Árna Johnsen, en Oddur hafði sett mér hann sérstaklega fyrir. Ekki ætla ég að þakka okkur Oddi að þetta náði fram að ganga. En gaman er að sjá hve langt á undan Evrópusambandinu við vorum í þessu þjóðþirfamáli.

Nú eru flestar bifreiðar, eftir því sem ég veit, sem fluttar eru til Íslands, búnar þeim búnaði að sjálfkrafa kviknar á ökuljósunum um leið og bíllinn er ræstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bragð er að þá barnið finnur. Hef dvalið í útlegð í ríki sonar fyrrum forseta Banaríkjanna í langan tíma. Man eftir því að dagsljós voru sjálfsögð á Íslandi. Fyrir nokkrum árum þóttist ég taka eftir að heimamenn voru hættir að nota ökuljós á miðjum degi. Forvitnaðist og var þá sagt að við værum orðin evrópskari en evrópubandalagið sem teldi dagsljósa ekki þörf. Því hefðu bílainnfleytjendur á Íslandi gripið tækifærið tveimur höndum og hætt að flytja inn bíla sem sjálfkrafa kveiktu dagsljós. Hér vestra eru dagsljós sjálfsagður búnaður í Kanada en í þróunarríkinu (svo notast sé við orðbragð Blumbergs, sveitarstjóra í New York í New York ríki) Bandaríkjunum er ekki lagt í að leggja slíkar kvaðir á nokkurn mann.

Emil (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband