Sitthvað er samt rétt í því sem leiðarahöfundur bendir á. Vandinn ás ér þó langa sögu sem vert hefði verið að minnast á. Reykjavík hefur þanist óeðlilega mikið út á undanförnum áratugum og ekki virðist hafa verið haft í huga að byggja upp borg með hliðsjón af því hvernig almenningssamgöngum verði best háttað.
Ég vakti athygli á því á þessum síðum í fyrrasumar að það tók mig skemmri tíma að hjóla vestan af Seltjarnarnesi austur í Hádegismóa en að taka strætisvagn. Eftir breytingarnar sem gerðar voru á kerfinu fyrir nokkrum árum og krukkið í nýja kerfið virðist það handónýtt, já, ég segi handónýtt. Biðtími eftir vögnum er oft ærið langur og vagnarnir standast illa á.
Einn morguninn mætti ég til vinnu í seinna lagi og hitti einn af blaðamönnum Morgunblaðsins. Sá býr vestur í bæ og spurði hvort ég hygðist nota strætisvagna sem samgöngutæki. Kvað ég já við. Blessaður, gleymdu því, sagði hann. Eftir nokkrar tilraunir ákvað ég að gleyma því. Það leysir lítinn vanda að bjóða öllum ókeypis í strætó ef fáir treysta sér til að nota kerfið.
Blint fólk hefur fengið ókeypis í strætó í 7 áratugi. Áður fyrr notaði þó nokkur hópur þess strætisvagna en nú gera það örfáir. Kerfið er orðið svo flókið og biðstöðvarnar, m.a. á Hlemmi og víðar, svo illa úr garði gerðar að þessi hópur treystir sér hreinlega ekki lengur til að nýta sér kerfið. Mál flestra einstaklinga hafa verið leyst með þjónustu leigubifreiða.
Það er öllum hagkvæmt að almenningssamgöngur verði bættar. Það krefst nokkurs kostnaðar í upphafi, en með hækkandi eldsneytisverði líður að því að fjöldi fólks finnur fyrir því að þurfa að nota bifreiðar sínar daglea til þess að koma sér til og frá vinnu. Það væri því óskandi að stjórnvöld Reykjavíkurborgar og reyndar höfuðborgarsvæðisins í heild tækju sig til og reyndu að endurskipuleggja þetta blessaða kerfi.
Hvernig væri að efna svo til almennra kosninga um málið og beita t.d. þeim aðferðum sem dr. Björn Stefánsson hefur kynnt í riti sínu, Lýðræði með raðvali og sjóðvali? Þá fengist e.t.v viðunandi niðurstaða sem hægt væri að hafa til leiðbeiningar um það kerfi sem endanlega yrði tekið upp.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.2.2008 | 08:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.