Dyntir náttúrunnar

Það er einkenilegt að hlusta á stjórnmálamenn tala um dynti loðnunnar. Umræðan minnir um sumt á ritgerðir sem við skrifuðum í Barnaskóla Vestmannaeyja á 7. áratug síðustu aldar.

Loðnan hefur átt heima í hafinu jafnvel lengur en mannkynið á jörðinni og jafnan hagað seglum eftir vindi til þess að lifa af eins og reyndar allar skepnur jarðarinnar.

Ímyndum okkur að einn allsherjarstjórnandi ríki yfir sköpunarverkinu. Hann missir stjórn á einum hluta þess, manninum. Maðurinn tekur sig til og ráðsgast með ýmislegt sem hefur áhrif á allt lífríkið. Árangurinn verður sá að öll veröldin veikist og til verður eins konar krabbameinsæxli sem birtist m.a. í mengun, hlýnandi loftslagi og breytingum á veðrakerfum jarðarinnar.

Getur verið að við séum ástæða þess að náttúran er orðin dyntótt? Hver er sökudólgurinn, loðnan eða maðurinn sem vill verða loðinn um lófana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband