Súkkulaði og rósir

Í dag fórum við hjónin í verslunina Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu 52. Verslunin er í eigu Eddu Heiðrúnar Backman. Þar fæst ýmislegt gómsætt: 100% (hreint) súkkulaði, súkkulaði með alls konar kryddi svo sem pipar og ýmsu sem ég kann ekki að stafsetja, húðaðar möndlur, hnetur, kaffibaunir og fleira og fleira. Þá fást þarnna handunnin kerti, hollar bókmenntir og tónlist.

Edda Heiðrún gaf sig að okkur og spurði þeirrar hógværu spurningar hvort ég kannaðist ekki við sig. Hver kannast ekki við hana? Ég hef fylgst með henni lengi, bæði sem leikkonu, söngkonu og nú síðast sem búðareiganda.

Okkur hjónin langaði til að vita hvernig henni hefði dottið í hug að stofna þessa dýrindisverslun. Ástæðan var ein fyrsta æskuminningin um föður hennar sem kom úr Reykjavík og færði henni fulla öskju af sælgæti. Hún var þá þriggja ára gömul. Edda Heiðrún fór með allt nammið og gaf börnunum í hverfinu.

Þegar hún kom inn um kvöldið var allt nammið búið. Pabbi hennar innti hana eftir því hvers vegna hún hefði gefið allt nammið sitt. Því að þau langaði svo mikið í það, svaraði sú stutta.

Og nú gleður Edda Heiðrún landsmenn með því að selja þeim margs konr dýrindis gæðavörur, holla fyrir sálina.

Sumir eru nægilegar hetjur til þess að gefa gestum og gangandi af sálarstyrk sínum. Við hjónin héldum út úr þessari verslun glöð í sinni og þakklát fyrir einstakar móttökur. Og nú ætlum við að gæða okkur á hreinu súkkulaði, hvort okkar fær hálfan mola að ráði Eddu Heiðrúnar. Tengdadóttir okkar fékk úr búðinni þrjár rauðar rósir frá Elínu og súkkulaðimöndlur frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband