Tónlistarspilarinn

Emil Bóasson og Hringur Árnason hjálpuðu mér að setja upp tónlistarspilarann í gær.

Nú geta menn hlustað á öndvegislag allra tíma, Austrið er rautt, lofsöng um Mao formann.

Einnig má nú hlýða á Brúðarmars Mendelsons með laginu Austrið er rautt sem forleik, e þetta var upphaflega ástarsöngur svo að vissulega átti vel við að leika brúðarmarsinn svona í brúðkaupi okkar Elínar. Brúðkaupi var vissulega sólarupprásin í lífi mínu. Guðni Þ. Guðmundsson, orgelleikari og vinur minn frá Vestmannaeyjum, sá um útsetningu og flutti þetta. Ekki þurfti að endurvígja orgelið enda öll tónlist án trúarlegra landamæra.

Tónlistarspilarinn er ekki aðgengilegur sjónskertu eða blindu fólki um stundarsakir. Vonandi verður bætt úr því innan skamms. Ég hef hugsað mér að bæta einhverju af tónlist inn á spilarann. Fólki er velkomið að hafa samband viðmig og leggja fram óskir sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband