Hollendingurinn fljúgandi og árdegisútvarpið

Ég held að það hafi verið heillaráð a breyta árdegisútvarpinu þannig að fólki gæfist kostur á að vakna við sígilda tónlist á morgnana. Of algengt var að poppgarg skylli á hlustum þeirra sem kveiktu á útvarpstækjum sínum upp úr kl. 6.

Árdegisútvarpið hefur þó verið dálítið laust í reipunum. Stundum eru lesnar upplýsingar úr Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags en aðra morgna skortir á að þær séu lesnar.

´'Eg hef áður skrifað um það á þessum síðum hvað vandasamt sé að velja tónlist í morgunútvarp og áðan varð glöggt dæmi um það hvernig EKKI á að velja tónlist í morgunútarp.

Fyrr í morgun læddist ég fram í eldhús til þess að ganga frá úr uppþvottavélinni og setja vatn í hraðsuðuketilinn. Auðvitað kveikti ég á útvarpstækinu. Skall þá á mér aría úr Hollendningnum fljúgandi sem Bryn Terfel flutti af mikilli innlifun. Tónlistin var bæði hávær og óþægileg í morgunsárið.

Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner er ein af mínum uppáhaldsóperum. En ekki á morgnana.

Skyldu þeir, sem velja tónlist í árdegisútvarpið, nokkru sinni hlusta á það?

Í allri fjölmiðlamennskunni og hámenntun tónlistarfólks hlýtur að vera kennt um það hvernig velja eigi tónlist í morgunútvarp. Vonandi vanda menn til verka hjá ríkisútvarpinu á þessu sviði sem öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband