Tónlistarspilarinn aðgengilegur og merkingar með blindraletri til fyrirmyndar í Hreyfingu

Ég hef að undanförnu vakið athygli þeirra Morgunblaðsmanna á að tónlistarspilarinn sé ekki aðgengilegur þeim sem nota skjálesara og hafa þeir að vanda tekið ábendingum mínum vel.

Í morgun fékk ég skeyti frá hönnuðum dolphin-hugbúnaðarins þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig eigi að gera svokallaða flash-spilara aðgengilega og nú´svínverkar það.

Annað gleðilegt atriði um aðgengi blindra. Á fimmtudaginn voru iðnaðarmenn að lagfæra stigann sem liggur frá búningsklefum Hreyfingar upp í afgreiðslu og þurfti ég því að nota lyftu fyrirtækisins. Þar er langbesta blindraletur sem ég hef séð í íslenskum lyftum auk þess sem tölustafir handa þeim sem sjá eru upphleyptir og mjög skýrir. Hið sama má segja um fataskápana. Á þeim eru upphleyptir tölustafir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband