Siðleysi!

Ísland er eins og dropi í ólgusjó fjármálalífsins. Það er varasamt þegar einstaklingar eða fyrirtæki í einkaeign geta beitt afli sínu til þess að koma þjóðríkjum á kné.

Í bloggi mínu í gær talaði ég um Dylgjur Davíðs Oddssonar. Nú hefur komið í ljós samkvæmt fréttum fjölmiðla að veist hefur verið að íslensku krónunni með skipulögðum hætti og reynt að koma höggi á Íslendinga í ábataskyni. Davíð hafði þá sitthvað til síns máls eins og búast mátti við.

Vitað hefur verið frá aldaöðli að enginn borgarmúr er svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann. Hitt er verra að asnar í líki auðmanna geti leikið sér að örlögum heilla þjóða.

Kannski er asninn ekki öfundsverður af samlíkingunni við þessi illmenni.


mbl.is Vildi gera Ís-land gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

1. apríl

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband