Hverju mótmæla bílstjórar?

Það er löngu orðið ljóst að mótmæli bílstjóra hafa gengið út í öfgar. Óljóst er hverju þeir mótmæla og kröfur þeirra fálmkenndar.

Ríkisútvarpið ræddi í dag við ungan bílstjóra sem var greinilega kominn á vettvang til þess að mótmæla einhverju sem hann vissi ekki hvað væri. Þegar fjölmiðlar sýndu þessum atburðum jafnmikla athygli og raun ber vitni dreif að ýmiss konar óaldalýð sem jafnan er reiðubúinn í hvaða landi sem er til þess að hafa uppi ofbeldi og óeirðir.

Vonandi lærist bílstjórum að hnefarétturinn gildir ekki heldur hinar lýðræðislegu leiðir sem þjóðfélag okkar byggir á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband