Við hjónakornin nutum lífsins í gær. Eftir hádegi tókum við Orminn bláa úr hýði sínu og hjóluðum út í Nauthólsvík. Þaðan héldum við í átt að Hótel Loftleiðum, út á miklubraut, yfir ýmsar brýr og yfir í Hljómskólagarðinn. Þræddum við síðan vestanverðan miðbæinn niður á Miðbakka þar sem vistvæn farartæki voru til sýnis.
Þaðan héldum við í Bónus í Örfirisey (vona að það sé rétt hjá mér) og beið ég hjá Orminum meðan Elín framkvæmdi innkaup. Þar hitti ég fullorðinn mann (eldri en mig. Er ég þá ekki enn orðinn fullorðinn?) sem var á rafknúnu tvíhjóli. Dáðumst við hvor af annars fáki og vorum sammála um að við værum mjög vistvænir, eða öllu heldur vistvæn, því að Elín kom og tók þátt í samræðunum. Hún stjórnar umhverfisverndarmálum heimilisins.
Eftir að við höfðum dokað við heima og sinnt þar ýmsu héldum við suður í Hafnarfjörð að hitta fjölskylduna. Sá litli dafnar vel og hefur góða lyst á orkuríkri móðurmjólkinni.
Sumardeginum fyrsta eru tengdar ljúfar minningar úr bernsku minni. Við feðgar fórum gjarnan niður að Skuld í Vestmannaeyjum þar sem Margrét amma mín bjó ásamt Magnúsi Þ. Jakobssyni, en hann var heimilismaður hennar og þeirra hjóna um áratuga skeið. Maggi í Skuld, eins og hann var jafnan kallaður, hafði iðulega ort vísu eða kvæði í tilefni dagsins, en hann var einn hinna góðu alþýðuskálda sem prýddu hvern kaupstað og þorp á síðustu öld. Ég set hér lítið sumarljóð sem hann orti sumarið 1969 og ég hljóðritaði þá í ágústmánuði.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 25.4.2008 | 09:45 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 319757
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.