Ég er svangur

Í fyrradag vorum við hjónin hjá fjölskyldunni í Svöluásnum og nutum samvistanna í ríkum mæli. Skömmu eftir að okkur bar að garði gerði yngsti bróðirinn fólki ljóst að hann væri svangur og vildi mat sinn en engar refjar. Flutti hann þá ræðu á alþjóðlegu tungumáli. Þær Elfa Hrönn, móðir hans, og Elín amma sýsluðu um piltinn en afi stóð ráðalaus hjá og hljóðritaði. Hægt er að hlusta á brot úr ræðunni í skrá sem tengd er þessari færslu.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband