Hálendisbirnir og hrossabeit

Húrra fyrir lögreglunni á Blönduósi!

Nú hefur verið upplýst að hálendisbjörninn hafi verið hross og er þetta einhver skemmtilegasta fyrirsögnin sem ég hef lengi séð á mbl.is. En nú vil ég að rannsakað verði hvort þessum hrossum eða hrossi hafi verið beitt á illa farnar gróðurlendur hálendisins.

Sumarið 1994 fórum við Árni Birgisson og Elín Árnadóttir, eiginkona mín og móðir Árna, inn í Þjófadali. Árni var þá landvörðum á Hveravöllum. Þá hafði þar daginn áður farið um hópur manna með hross. Dalurinn var nauðnagaður.

Ég er sammála lögreglunni á Blönduósi um að sjálfsagt sé að leita að bjarndýri á hálendinu ef menn grunar að það sé þar á ferli. En bjarndýr fer þó hugsanlega betur með hálendi Íslands en hrossin. Sennilega metum vér þó mannslíf og sauða meira en gróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband