Árangursríkt tölvunámskeið

Einn helsti viskubrunnur minn í tölvumálum hefur löngum verið doktor Emil Bóasson. Við háðum marga hildina með BBC-tölvum í gamla daga og tókst einu sinni að tengja blindraleturstölvu og BBC þannig að hægt var að lesa það sem skrifað var í ritil tölvunnar. Þetta var árið 1984. Við gleymdum hins vegar að skrá hjá okkur hvernig við fórum að því og þrátt fyrir vinnu sem stóð langt frameftir óttu (hófumst handa eftir kvöldmat) tókst okkur þetta hvorki fyrr né síðar.

Síðar fór Emil í Apple-tölvurnar en ég í PC-umhverfið. Hann hefur oft liðsinntmér með ýmisletg stórt og smátt og í gær var ein þessara stóru stunda. Þá komst ég að því hve góður kennari hann er.

Við skæpumst stundum á milli Íslands og Bandaríkjanna og í gær spurði ég hann hvernig ég ætti að reikna út útgjöld íbúða í fjöleignarhúsi út frá ólíkum forsendum. Tók hann mig í tæplega tveggja stunda námskeið í Exel-reiknivanginum. Ég var með reiknivanginn opinn og talgervil og allt gekk þetta eins og í sögu. Ég gerði nokkur mistök og var e.t.v. dálítið seinn í vöfum en þetta tókst.

Í kvöld gerði ég svo aðra atrennu og prófaði aðgengi Openoffice-forritanna. Talsvert vantar upp á að þau séu aðgengileg fyrir þann skjálesara sem ég hef, þ.e. Supernova frá Dolphin Computers. Nokkrir flýtilyklar virka en ekki felligluggar eins og file, insert, edit o.s.frv. Það þykir mér heldur aumt og einhverju hafa þeir Openoffice-menn gleymt. Þó má vera að lausnin finnist einhvers staðar annars staðar en þar sem ég hef leitað.

Leitið og þér munuð finna.

Knýið á og fyrir yður um upplokið verða.

Hugmyndirnar koma frá fjöldanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband