Grillaður þorskur - algert ljúfmeti

Eftir vinnu í gær var okkur Elínu boðið í mat til Árna og Elfu. Þar fékk ég besta þorsk sem ég hef bragðað á þessari öld.

Árni hefur við fjórða mann stofnað útgerðarfélag um veiðarfæri, en hann á hlut í gúmítuðrunni Þorsteini Mar. Um daginn fóru þeir félagar á sjó og veiddu í soðið.

Hann grillaði þorsk í gær, bragðbætti hann með hvítlaukssalti og glóðarsteikti einnig paprikur. Með þessu var borið fram salat, fetaostur, góð sósa og hrísgrjón.

Kvöldið fór síðan í að undirbúa aðalfund Tjarnarbóls 14, húsfélags, sem verður haldinn í kvöld.

Birgir Þór gisti hjá ömmu og afa, en hann fer ásamt foreldrum sínum og Kolbeini litla Tuma norður í Skagafjörð að heimsækja ömmu og afa á Höfða. Ekki seinna að ungur maður með svona skagfirskt nafn haldi norður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband