Hriktir í stoðum frjálsrar umræðu og lýðræðis?

Eistneskur fulltrúi á Evrópuþinginu, Marianne Mikkos, hefur lagt fram tillögu um að blogg verði skilgreint og þeir, sem nýta sér bloggsíður, verði látnir greiða fyrir afnot þeirra. Ekki er heldur annað að sjá af tillögunni en að fyrirtæki eins og Youtube og Facebook verði skattlögð.

Marianne Mikkos lauk námi í blaðamennsku árið 1984 frá sovéskum háskóla. Sænskur þingmaður, Christophef Fjellner, segir að margt í skrifum hennar um bloggheima líkist því að einhver uppvakningur frá 19. öld tæki sér fyrir hendur að skrifa um ýmis tæknifyrirbæri 21. aldar og notaði til þess orðabók. Segir hann jafnframt að tilburðir þingmannsins og menningarnefndar Evrópuþingsins minni óþægilega á skáldsöguna 1984 og beinist fyrst og fremst að því að styrkja hefðbundna fjölmiðla í samkeppninni við bloggið. Þá sé jafnframt um að ræða atlögu að málfrelsi og því lýðræði sem falið sé í blogginu..

Ætli næst verði ekki krafist flokkunar á bláberjum. Þá stöndum við vel að vígi því að við flokkum aðalbláber frá venjulegum bláberjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ja, þá er eins gott að menn hafi efni á skoðunum sínum...

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, Evrópusambandið hefur fyrir löngu komið sér upp gæðaflokkum yfir allar tegundir ávaxta og grænmetis, ein margra blaðsíðna reglugerð um hverja tegund. Hér er t.d. reglugerð sambandsins um jarðarber frá 1987. Ég vek sérstaka athygli á ákvæði hennar um löglega stærð jarðarberjanna. Til að komast í hæsta gæðaflokk mega þau ekki vera minni en 20 mm í þvermál, í fyrsta og annan flokk 17 mm og í þriðja flokk 15 mm.

Nei nei, Evrópusambandið er ekkert skriffinskubákn

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.6.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tók reyndar eftir því eftir á að þessi reglugerð er víst ekki lengur í gildi. Sennilega einhver önnur tekin við. Litlar líkur verða að teljast á að hún sé gáfulegri.

En það breytir litlu, það er af nógu að taka af reglugerðum í fullu gildi. Hér er t.d. reglugerð um banana, ekki gáfulegri. Bananar mega samkvæmt henni ekki vera styttri en 14 cm og ekki minna bognir en 27 mm. Hér er ein um gúrkur, fyrsta flokks gúrkur mega ekki t.d. vera bognari en sem nemur 10 mm fyrir hverja 10 cm í lengd. Hér er svo ein um gulrætur ekki minna smámunasöm. O.s.frv. o.s.frv.

Gaman að þessu

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.6.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband