Aðgengi að Open Office forritunum

Um daginn sendi ég fyrirspurn til Dolphin Computer Access um aðgengi blindra og sjónskertra að Open Office forritunum. Ekki stóð á svari. Þessi forrit eru þróuð til þess að nýtast með JAVA og þess vegna hefur þurft að gera sérstakar ráðstafanir til þess að þau verði aðgengileg fyrir Supernova skjálesarann.

Með bréfinu fylgdu tvær skrár sem þarf að tengja við Supernova og hef ég þegar gert það. Einnig var með tjáð hvað gera þurfi til þess að hala niður JAVA-skrám sem þarf að virkja til þess að allt verki nú eins og til er ætlast.< Þá var ég beðinn að prófa hugbúnaðinn á næstu vikum og senda skýrslu til framleiðenda.P>

Það vafðist hins vegar fyrir mér að hala niður skránum og þarf ég mér seigari tölvumann til aðstoðar. Huga að því um eða eftir helgi, en þetta lofar góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert. Ég hef notað OpenOffice.org í nokkuð mörg ár og lít ekki lengur við hinu dótinu, enda fokdýr fjandi. Vonandi gengur þetta sem best hjá þér. 

Drengur (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband