Vel heppnuð veisla

Mikið þótti okkur vænt um hversu margir heiðruðu móður okkar í dag. Á milli 90 og 100 manns komu og þágu veitingar. Mamma var með í veislunni mestallan tíma og vonandi hefur hún notið einhvers, a.m.k. allrar virðingarinnar, hlýjunnar og þeirrar ástúðar sem fólk ber í garð hennar.

Ég kynnti mig fyrir henni og sagðist vera sonur hennar. Ég vissi það nú áður, svaraði hún.

Og nú hef ég komist að því að gamall stórvinur minn, Jón Þorsteinsson, söngvari og kennari, er Umba. Það hefði verið gaman að sjá hann í dag og síðar ef hann nennir að þiggja hjá mér nýmalað kaffi og spjalla eins og í gamla daga.

Ýmsir gamlir kunningjar úr Vestmannaeyjum og tvær gamlar vinnukonur heimsóttu mömmu auk skyldmenna og afkomenda. Ógleymanlegur dagur.

Þökk sé öllum sem lögðu hönd á plóginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband