Ánægjulegt kvöld

Heiðurshjónin Indriði bóndi á Skjaldfönn og Kristbjörg Lóa Árnadóttir komu í mat til okkar. Á borðum var grillað heilagfiski á spjótum, lystilega framborið með gráðostasósu, grænpiparsósu, ofnbökuðu grænmeti og nýju grænmeti. Matreiðslumeistari: Frú Elín Árnadóttir. Í eftirrétt voru borin fram nýkeypt bláber og jarðarber með eins miklum rjóma og hver gat torgað.

Á eftir var slegið í spil. Þreytt voru spilin skítakarl, spil sem Hringur kenndi okkur, gúrka og bóndi og veitti ýmsum betur.

Við indriði fengum nokkra útrás við að tala um Framsóknarflokkinn, en hann var í Möðruvallahreyfingunni og gekk úr flokknum með Ólafi Ragnari Grímssyni og fylgismönnum hans.

Að öllu leyti vel heppnað kvöld.

Ég sagði INdriðaað ég hefði hitt um daginn Sigurð Guðmundsson í Hjálmum og virtist mér hann hinn vænsti maður. Hefði ég ákveðið að kynna mér betur tónlist þeirra félaga. Vorum við sammála um að þeir væru hinir ágætustu listamenn af guðs náð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband