Skemmtilegir tónleikar á þjóðlagahátíð á Siglufirði

Að undanförnu hef ég heyrt í auglýsingum ríkisútvarpsins að útvarpað sé beint á Netinu frá þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Þar sem ég komst ekki norður ákvað ég að nýta mér þessa þjónustu.

Í kvöld, þegar heim kom eftir rúmlega 30 km hjólreiðar, kveikti ég á farvélinni, stillti á www.siglo.is/festival og fann beina útsendingu frá tónleikum Ragnheiðar Gröndal og félaga. Voru þeir hinir skemmtlegustu. Ekki get ég sagt að ég hafi verið hrifinn af öllu sem ég heyrði. Þótt sumt hafi ekki hrifið mig var flutningurinn samt afbragðsgóður, rödd Ragnheiðar ómþýð og útsetningarnar´góðar. Það er þó vandfarið með rafmagnsgítara og þjóðlög og stundum ískraði óþæglega í tækjunum. En ískrið er víst hluti hljóðheimsins. Hrifningin mótast helst af smekk og fordómum.

Ég undraðist mjög gæði útsendingarinnar á netinu og óskaði þess að tóngæði ríkisútvarpsins væru svona góð. Hljóðblöndunin var hrint með ágætum. Ég hætti að verða hissa þegar ég heyrði í lokin að Sveinn Kjartansson hefði stjórnað útsendingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband