Eyjastund í Seljakirkju

Við hjónin hittum gamlan nágranna minn, Grétar Guðmundsson Kristjánssonar, í sundi í dag, en Grétar átti heima á Faxastígnum í Vestmannaeyjum fram til 1962. Hann benti okkur á þakkarstund í Seljakirkju, en þar ætluðu Vestmannaeyingar á höfuðborgarsvæðinu að koma saman og þakka giftusamleg goslok fyrir 35 árum. Grétar er í sönghópi ÁTVR (Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu).

Við hjónin fórum þangað í kvöld. Á dagskrá voru lög eftir Oddgeir Kristjánsson og sálmar. Hlakkaði ég til að heyra fallegar kór- og orgelútsetningar laga Oddgeirs og vissi að þá yrði lagið "Ég veit þú kemur" ef til vill sungið á réttan hátt.

Þegar messan hófst reyndist tónlistarflutningurinn í höndum Þorvalds Halldórssonar. Hann bjó í eyjum um 10 ára skeið og er giftur eyjapæju eins og hann orðar það. Þau hjónin eru heittrúuð og hann fremur tónlistina af miklum innileik.

Þorvaldur hefur komið sér upp óþarflega miklu einkamessusniði og þekktu kirkjugestir ekki þau lög sem hann söng við messusvör o.fl. En í heildina var þetta notaleg stund.

Ég varð þó að gæta þess að hrista ekki höfuðið þegar "Ég veit þú kemur" var sungið. Það var nú meira leiðindaskemmdarverkið sem framið var á því fyrir 40 árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Arnþór.

Hvað var skemmdaverkið sem unnið var á laginu " Ég veit þú kemur" fyrir 40 árum?

Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband