Skrýtin hönnun

Við hjónin fórum og skoðuðum hús í dag á höfuðborgarsvæðinu, en við höfum auglýst íbúð okkar til sölu. Okkur langar að flytjast nær fjölskyldunni og hyggjumst því reyna að færa okkur til suðurs.

Húsið sem við skoðuðum í dag var að mörgu leyti skemmtilegt. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að miðhluti hæðarinnar var hækkaður upp um 20 cm eða þarum bil. Stofan var lægri og einnig var skot meðfram pallinum sem gerði það að verkum að húsrýmið nýttist illa. Þá skapar þessi pallur stórhættu fyrir sjónskert fólk.

Skyldmenni fyrri eiganda stundaði nám í arkitektúr þegar húsið var í smíðum og fékk að spreyta sig með snilligáfu sinni. Ég held a því miður hafi neminn fremur spillt húsnæðinu en bætt það.

Við hugsum okkur sjálfsagt vandlega um áður en við bjóðum í húsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband