Hvað eru mannréttindi

Íslendingar sækjast eftir sæti í örryggisráði Sameinuðu þjóðanna og´meðal þess sem þeir ætla að stefna að er aukin áhersla á hvers kyns mannréttindi.

Íslendingar hafa verið iðnir við kolann að segja öðrum þjóðum hvernig þær eigi aðhaga málum og þykir það ýmsum vel.

Þeir hafa hins vegar verið iðnir við kolann við að brjóta á fólki sem getur vart eða ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

Á föstudaginn var birtist á mbl.is svar útlendingastofnunar vegna máls Pauls Ramsesar, eiginkonu hans og barns. Þótt vafalítið hafi verið farið að ströngustu reglum og kröfum var þó undantekningartilvikum ekki beitt og það leit út sem ekki væri til neitt sem kallast norrænt samstarf.

Þá kom fram í fjölmiðlum að Björn Bjarnason hygðist ekki tjá sig um málið til þess að gera sig ekki vanhæfan.

Íslendingar eru að verða að athlægi. Þeir skammast sín fyrir að drepa hvítabirni af slysni eða ásetningi þrátt fyrir hættuna sem af þeim stafar og láta gauragang svonefndra hugsjónarmanna, sem fæstir hafa komið nærri hvítabjörnum, skjóta sér skelk í bringu.

Þeir skammast sín hins vegar ekki fyrir að fremja níðingsverk á fjölskyldu frá Kenía vegna þess að hugsanlega hafi einhver smáatriði ef til vill verið brotin.

Íslendingur, hver er náungi þinn?

Hvernig væri fyrir okkur komið hefðum við meinað öllum, sem hingað leituðu, landvistar? Hvernig væri íslensk menning á vegi stödd, atvinnivegir og þjóðarbúskapur?

Svari hver sem getur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband