Til minningar um Helgu Einarsdóttur

Helga Einarsdóttir, blindrakennari og fjölmargt annað, fyrst og fremst mannkostakona, verður jarðsungin á morgun, fimmtudaginn 14. ágúst. Ég set sem fylgju með færslu þessari viðtal sem tekið var við hana um vetrarhjólreiðar haustið 1998, en þá var hún 33 ára gömul.

Þennan yndislega októberdag fórum við Pjetur St. Arason hjólandi á Orminum langa og söfnuðum viðtölum vegna pistla sem við gerðum um hljólreiðar og þáttar sem hann vann að um kaffi. Helgu hittum við í Öskjuhlíðinni og svaraði hún spurningum okkar á sinn einlæga og hreinskilna hátt.

Fjölskyldu Helgu er vottuð innileg samúð okkar hjónanna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband