Þakklát þjóð

Í gær bárust þau tíðindi um heimsbyggðina að Sigurbjörn biskup Einarsson væri látinn.

Vissulega telst það ekki harmafregn að jafnaldinn maður og Sigurbjörn kveðji þetta líf. Hitt er meira vert að hann lifði langa og farsæla ævi, naut þess að verða eins konar sameiningartákn þjóðarinnar ásamt forsetunum og hélt þeirri stöðu allt til æviloka. Þess vegna verða aldarskil við fráfall hans og eftirsjá manna er mikil.

Sigurbjörn skirrðist aldrei við að taka afstöðu til málefna samtímans. Hann gerði það þannig að jafnan kom hann fram sem mannasættir.

Viðhorf hans voru einstök. Einu sinni heyrði ég hann segja á Kjarvalsstöðum: Þakka þér fyrir allt hið góða sem ég hef um þig heyrt. Þetta sagði hann þegar hann var kynntur fyrir manni nokkrum ungum að árum.

Þetta var Sigurbjörn í reynd. Þjóðin þakkar honum nú allt sem hann var henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband