Bæjarstjórinn hefur 1,7 milljónir á mánuði

Íbúi á Seltjarnarnesi hefur sent bæjarstjóra Seltirninga, bæjarfulltrúum og flestum ef ekki öllum fulltrúum í nefndum bæjarins bréf þar sem hann bendir á þá staðreynd að ekki takist að ráða fólk til starfa í skólaskjóli bæjarins. Segir íbúinn að fólk hrökkvi frá þegar launin eru nefnd, þau séu svo lág. Fyrir vikið fái 20 börn ekki inni í skólaskjólinu.

Í bréfinu segir íb´´úinn að hann telji nær að hlynna að börnum bæjarbúa en að greiða bæjarstjóra 1,7 milljónir kr á mánuði í laun. Segist hann ekki taka þá skýringu bæjarstjórans gilda að hann hafi stutt á rangan hnapp á tölvunni þegar hann taldi fram.

Heimildir úr bæjarstjórnarflokki Sjálfstæðisfokksins herma jafnframt að bæjarstjórinn sé með 55 óunna yfirvinnutíma á mánuði. Ekki er vitað hvort það er hluti ofurlaunanna, en samkvæmt bréfi Seltirningsins er Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi með hærri laun em borgarstjórinn í Reykjavík og forsætisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Já, það er gott að klóra hver öðrum á bakið...

Jón Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 21:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband