Áður hefur á þessum síðum verið fjallað um efasemdir um ágæti þess að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaganna. Það eru viss atriði sem sveitarfélögin geta tekist á við og eiga heima í allri, almennri þjónustu. Önnur eru hins vegar þess eðlis að sveitarfélögin fá illa við þau ráðið.
Það er enn of mörgum spurningum ósvarað til þess að Öryrkjabandalag Íslands geti bitið á agnið og samþykkt þessa yfirfærslu og málaflokkinn er ekki hægt að flytja til sveitarfélaganna án samþykkis Öryrkjabandalagsins. Verði það gert brýtur félagsmálaráðherra gegn öllum þeim gildum sem hún hefur talað fyrir.
Það vekur sérstaka athygli mína að málið eigi að taka fyrir með þessum hætti á fundi aðalstjórnar bandalagsins. Hvers vegna er ekki efnt til sérstaks fundar um yfirfærsluna, kosti hennar og galla? Hvers vegna er ekki stillt upp andstæðum sjónarmiðum svo að menn geti vegið og metið kostina?
Hér verður spurt nokkurra spurninga sem svör verða að fást við áður en Öryrkjabandalagið getur tekið ákvörðun um að ganga til samninga:
P> 1. Hvaða úrbætur hafa verið gerðar á lögum til þess að tryggja jafnrétti fatlaðra á við aðra þegna þjóðfélagsins hér á landi?
2.Hvað um jafnrétti fatlaðra til atvinnu? Hvaða leiðir hafa þeir til að sækja rétt sinn?
3. Hefur nokkur fatlaður einstaklingur fengið atvinnu eftir að brotið hefur verið gegn honum vegna fötlunar hans?
4. Hvaða úrræði eru fyrir hendi vilji fatlaður einstaklingur rétta hlut sinn í atvinnu- og menntamálum?
5.Hver er grundvallarmunurinn á rétti fatlaðra og kvenna á atvinnumarkaði?
6. Hefur jafnrétti fatlaðra til náms verið tryggt í raun?
7. Hvernig fór fyrir kennslu blindra á Íslandi sem Reykjavíkurborg hafði tekið að sér að sinna að nokkru leyti eftir að grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna?
8. Hvaða skólar (grunnskólar) skara fram úr í málefnum fatlaðra?
9. Hvers vegna þarf að stofna þekkingarmiðstöð um málefni blindra og sjónskertra og starfrækja Heyrnar- og talmeinastöð ríkisins?
10. Hefur verið leitað álits samtaka fatlaðra á Norðurlöndum um þær hugmyndir sem félagsmálaráðherra og ráðuneytisstjórinn ætla að þvinga í gegn?
11. Hvernig verður með úthlutun hjálpartækja og hver á að eiga þau?
12.Hvað verður um hjálpartækin flytji nemendur milli sveitarfélaga?
13. Hvað eiga þjónustusvæðin að vera stór?
14. Hver telur ráðherra að grunnstærð sveitarfélaga þurfi að vera til þess að þau ráði við málaflokkinn?
15. Hvernig verður fjármagn tryggt handa sveitarfélögunum?
16. Hvað líður jafnréttisáætlun stjórnvalda sem átti að vera kominn til framkvæmda?
Þetta eru aðeins nokkrar spurningar sem koma upp í hugann. Forysta Öryrkjabandalags Íslands hlýtur að spyrja enn fleiri spurninga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.9.2008 | 08:49 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.