Píanóverk Þorkels Sigurbjörnssonar

Tíbráin í Salnum hófst í gær með tónleikum til heiðurs Þorkatli Sigurbjörnssyni, tónskáldi, en hann varð sjötugur fyrir nokkru. Kristín Jónína Taylor flutti á tónleikunum öll píanóverk Þorkels.

Nokkur þessara verka hafði ég heyrt áður. Flutningurinn var nær óaðfinnanlegur og var greinilegt að Kristín naut þess að flytja verk Þorkels.

Greina mátti nokkra þróun í gerð verkanna. Eftir því sem á leið urðu þau lagrænni. Verkin eru ekki stór í sniðum en krefjast sum mikillar færni og jafnvel einbeitingar þess sem hlustar eins og góð verk gera iðulega enda eru þetta tónverk en ekki tónverkir

Mörg verkanna eru hreinar perlur sem eiga vafalítið eftir að endast út þessa öld og lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband