Atvinnuleysi

Um helgina fjallaði Morgunblaðið um það hvort hér ríkti kreppa eða hallæri. Sennilega ríkir nú hvorugt. Ætli ástandið megi ekki telja svo sem í meðalllagi eðlilegt.

Þegar litið er yfir atvinnuauglýsingar um helgina kemur í ljós að talsvert framboð er af atvinnu. Þó er varla nokkurt starf sem ég þori að sækja um. Mér hefur einna helst flogið í hug starf sáttasemjara ríkisins. Ætli næsti sáttasemjari verði ekki kona?

Ekkert starf virðist nú laust við fjölmiðlun, en þar ímynda ég mér að ég kunni einna best til verka, a.m.k. á sumum sviðum. Myndvinnslan vefst einnahelst fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband