Sagan af alvitru feðgunum

Það er sagt að nú sé farið að halla undan fæti fyrir Kim Jong Il, syni Kim Il Sung, hins mikilhæfa leiðtoga Norður-Kóreumanna, hinum mikla sigurvegara og perlu allra perlna, eins og hann var nefndur í formála einnar bókar sinnar. Kim Jong Il hefur ekki farið vel með sig. Hann hefur lifað í vellystingum á meðan þegnar hans hafa soltið og drukkið heldur mikið. Hann er þó varkár að eðlisfari og hefur sjaldan eða aldrei stigið upp í flugvél. Þegar hann hefur farið til útlanda hefur hann notað járnbrautarlestir.

Fyrir 22 sumrum vorum við tveir vinir í Beijing og biðum eftir unnustu hans sem var úti á landi. Hlustuðum við þá gjarnan á norður-kóreanska útvarpið okkur til uppbyggingar og skemmtunar. Minnist ég sérstaklega einnar sögu sem þar var sögð.

Um þetta leyti var verið að reisa mikið raforkuver þar í landi og gekk allt á aftrfótunum. Malbikið í vegunum bránaði í hitunum og steypan var einhvern veginn ekki nóguþétt í sér.

Þeir feðgar áttu leið um og skoðuðu framkvæmdir. Héldu þeir fund með verkfræðingunum og bentu þeim á sitthvað sem betur mætti fara. Og viti menn! Allt gekk eins og í sögu og framkvæmdir gengu eftir það samkvæmt áætlun.

Skyldu íslenskir ráðherrar geta leikið þetta eftir?


mbl.is Kim Jong Il alvarlega veikur eða jafnvel látinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband