Aðeins tíu milljónir ber á milli

Senn líður að því að þjóðin fái að reyna hvort ríkisstjórnin standi við þann ásetning sinn að rétta hlut kvenna.

Fyrir tæpum tveimur áratugum stóð Öryrkjabandalag Íslands í harðri baráttu við stjórnvöld. Fréttastofurnar voru ófáanlegar til að greina frá málstað bandalagsins en fjölluðu þeim mun meira um hjúkrunarfræðinga sem hótuðu verkfalli.

Þegar málin stóðu sem hæst hitti ég ónefndan yfirmann eins fjölmiðilsins í sturtu í sundlaug Seltjarnarness og tókum við tal saman enda kunningjar til margra ára. Benti ég honum á að hjúkrunarfræðingarnir væru einungis nokkur hundruð en öryrkjarnir skiptu þúsundum.

"Þið hafið engin fjárhagsleg áhrif," svaraði hann.

Kannski er þetta mergurinn málsins. Ljósmæðurnar eru 100 og það kostar 10 milljónir á mánuði að verða við réttmætum kröfum þeirra. Annaðhvort er það svo lítið að það taki því ekki eða þúfan sem veltir einhverju hlassi. Og hvaða hlassi? Ætli fjármálaráðherra geti svarað því?

Hafa ljósmæðurnar ekki nægilega mikil fjárhagsleg áhrif?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Klukk

Sæmundur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband