Ekki er allt sem sýnist

Vissulega ber að fagna því framtaki Blindrabókasafns Íslands að láta þýða þetta forrit á íslensku.

Í fréttinni er minnst á talgervilinn Röggu. Hann er enn ófullgerður. Röddin er brostin, hann kveður ekki rétt að einstökum bókstöfum og fjölmörg tákn hafa ekki verið skilgreind. Talgervillinn var ALDREI prófaður af notendum á meðan á þróun hans stóð.

Menntamálaráðuneytið hefði átt að sjá til þess að Ragga yrði betrumbætt um leið og ákveðið var að látahana fylgja lestrarforritinu. Hætt er við að flestir notendur gefist upp á að hlusta á hana vegna þess hvað röddin er óþjál. Það er enn hægt að laga.


mbl.is Bót fyrir blinda og sjónskerta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband