Komdu sæll, Gissur.
Ég skrifaði þér í janúar 2007 vegna aðgengis að gögnum Vinnumálastofnunar á vefnum. Í bréfi mínu kemur m.a. fram að eyðublöð, sem birt eru á vefnum, eru óaðgengileg þeim sem þurfa að nýta sér skjálesara vegna sjónskerðingar.
Þú svaraðir skjótt og vel og tjáðir mér að unnið væri að úrbótum í þessum efnum. Síðan virðist fátt hafa gerst.
Eyðublöðin eru enn á því sniði að skjálesarar geta ekki eða illa lesið þau. Sjá m.a. umræðu á http://arnthorhelgason.blog.is þar sem tveir forritarar tjá sig um eyðublöðin.
Þá er útfyllingareyðublaðið, "Starfsumsókn" sem er á vef stofnunarinnar og ætlað er til þess að menn geti skráð sig í gagnagrunn hennar, einnig óaðgengilegt að nokkru leyti. Þar vantar raunar aðeins herslumuninn.
Á heimasíðunni er stérstök stilling fyrir sjónskerta. Ég skil ekki til hvers sú stilling er höfð á síðunni þegar efni, sem nauðsynlegt er að fylla út, er ekki aðgengilegt.
Ýmsir einstaklingar standa höllum fæti á vinnumarkaði vegna sjónskerðingar sinnar. Ríkisstjórn Íslands hefur sett fram skýra stefnu í aðgengi að upplýsingasamfélaginu sem ætla má að gildi fyrir allar ríkisstofnanir, sjá m.a. http://ut.is, en þar er m.a. krækjan "Aðgengi allra að vefnum" auk umfjöllunar um hönnun opinberra vefja. Vinnumálastofnun hefur ekki tekist að öllu leyti að framfylgja þeirri stefnu.
Hvers kyns tölvuvinnsla er eitt þeirra sviða sem blint fólk hefur haslað sér völl á erlendis en ekki nema að litlu leyti hérlendis. Þó hafa nokkrir einstaklingar nýtt sér þessa tækni með góðum árangri. Það skýtur skökku við, þegar þessir sömu einstaklingar segja atvinnuráðgjöfum stofnunarinnar að þeir geti nýtt sér tölvur til allrar almennrar vinnslu, þegar kemur í ljós að þeir geta ekki einu sinni fyllt út eyðublöð stofnunarinnar vegna þess að þau eru ranglega hönnuð. Hverju eiga þá atvinnuráðgjafarnir að trúa? Þarna veldur hönnunin fötlun sem kæmi ekki að sök ef umhverfið væri rétilega hannað.
Ég hef unnið að aðgengismálum fatlaðra í rúma tvo áratugi og mikil vakning hefur orðið að undanförnu hér á landi einkum hvað varðar vefaðgengi.
Hvernig stendur á því að Vinnumálastofnun daufheyrist við þeim ábendingum sem lagðar hafa verið fram?
Hefur verið gerð áætlun umhvenær þessum málum verði kippt í liðinn?
Tryggingastofnun ríkisins hefur nú bætt úr aðgengi að eyðublöðum á heimasíðu sinni svo að til fyrirmyndar er. Hið sama má segja um Ríkiskattstjóra, stjórnarráðið og ýmsar opinberar stofnanir.
Ég leyfi mér að birta þetta bréf á bloggsíðu minni og vænti svars frá þér hið fyrsta.
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason ***************************************************** Arnþór Helgason, Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi. Símar: 5611703, 8973766 Netfang: arnthor.helgason@simnet.is Pistlar: http://arnthor.helgason.blog.is
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | 12.9.2008 | 15:00 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319682
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér Arnþór að standa vaktina og benda á hvar þarf að bæta aðgengi. Þegar ég fór til náms í Bandaríkjunum þá vildi byrjaði ég mitt nám fyrstu mánuðina í hjólastól vegna slyss. Þá tók ég eftir hvað aðgengi er hryllilega ábótavant. En ég tók líka eftir að í háskólanum sem ég var í sem var stór ríkisháskóli voru alls staðar hjólastólaliftur þó það væru gömul hús og sums staðar bara nokkur þrep að fara upp. Alls staðar voru líka ábendingar til allra sem yrðu varir við að fólk kæmist ekki um í hjólastólum um að kvarta til opinberra aðila.
Ástæðan fyrir þessu góða aðgengi að hjólastólalyftum var einföld. Ég var í ríkisháskóla og svoleiðis stofnanir fengu einfaldlega ekki styrk á fjárlögum ríkisins ef þær uppfylltu ekki skilyrði um aðgengi þannig að allir gætu stundað þar náms.
Núna þegar samfélagið er að flytjast inn í netheima þá þarf líka að hafa uppi háværar kröfur um aðgengi og helst að fá það fram að stofnanir sem ekki uppfylla kröfur um aðgengi í hinum stafræna heimi finni fyrir því í því að aðgengi þeirra að opinberu fé sé minna.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.9.2008 kl. 18:01
Sæll Arnþór
Hafðu kærar þakkir fyrir að benda á þetta og gera athugasemdir við forstöðumann Vinnumálastofnunar. Sjálfsagt er mun víðar þar sem tilefni væri til að gera athugasemdir við aðgengismál að vefsíðum og almennt að upplýsingasamfélaginu. Þitt framlag í þeirri vinnu er metið og eftir því er tekið.
Með kveðju,
Kristinn
Kristinn Halldór Einarsson, 13.9.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.