18. september 1975

Enn held ég áfram að gramsa í gömlum segulböndum og í dag rakst ég á spólu með hljóðriti frá 18. og 19. sept. 1975. Þá vorum við Páll bróðir,Magnús Karel Hannesson og Lárus Grétar Ólafsson á ferð um Kína og fyrir 33 árum sóttum við heim hljóðfæraverksmiðju í Peking. Daginn eftir fórum við að skoða kommúnu þar sem ræktuð voru epli. Leist okkur öllum á 18 ára gamla stúlku sem hafði yfirumsjón með eplaræktinni.

Páll skrifaði konu sinni löng bréf frá þessari ferð sem stóð í um 6 vikur með lestarferðinni á milli Kaupmannahafnar og Peking. Eyddum við 15 nóttum í lest og vorum 23 daga í Kína. Bréf Páls voru skrifuð á meðan atburðirnir gerðust og skipta síðurnar hundruðum. Eru þau áreiðanlega merkisheimild um þjóðfélag það sem ríkti við lok menningarbyltingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband