Ellefu blaðsíður frá Tryggingastofnun

Í fyrrakvöld hringdi til mín ellilífeyrisþegi nokkur og tjáð mér að hann hefði fengið bréf frá Tryggingastofnun ríkisins. Í bréfinu er útskýrt á 11 blaðsíðum hvernig af honum eru dregnar 300.000 kr. Sagðist hann hafa lesið bréfið af kostgæfni. Eftir því sem hann las meira skildi hann minna. Þó er hann vanur fjármálamaður og kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum.

Í 24 stundum er fjallað um einföldun tryggingakerfisins í dag. Haft er eftir Jóhönnu Sigurðardóttur að búið verði til nýtt kerfi.

Vonandi tekst þetta núna, en það tókst ekki árið 1991. Þá var nefndarstarfið undir stjórn framsóknarmanns nokkurs sem síðar varð fjármálasnillingur. Ég held að hann hafi að vísu reynt sitt besta en fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni spillti málinu á lokastigum þess. Hafði hann að vísu lítt sótt fundi nefndarinnar og hefur því væntanlega þóst hafa betri yfirsýn yfir málið en þeir sem setið höfðu yfir málinu í nokkur ár.

Vonandi leiðir einföldun tryggingakerfisins til þess að menn fái ekki framar jafnmiklar bókmenntir frá TR og ellilífeyrisþeginn sem fyrr var nefndur. Arnór Pétursson, fyrrum formaður Sjálfsbjargar, hlýtur að gleðjast því að hann hefur margsinnis bent á nauðsyn þess að einfalda kerfi almannatrygginga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband