Í dag fórum við Elín og nutum indællar stundar í Þjóðleikhúsi Íslendinga þar sem valið lið listamanna flutti leikhúsperlur Atla Heimis sem Edda Heiðrún valdi af sinni stöku smekkvísi. Flutningurinn var fágaður og verkin hreinasta hlustasælgæti. Mikil veisla er framundan þar sem menn geta gætt sér á hinum ýmsu verkum Atla og hún endar með 6. sinfóníunni í mars.
Atli Heimir kenndi okkur tónfræði í 3. bekk í menntaskólanum í Reykjavík. Í fyrsta tímanum spurði hann hvort hann ætti ekki að leika fyrir okkur vinsælasta lagið í Kína, Austrið er rautt. Ég fékk næstum hjartaáfall af hrifningu. Þetta lag hafði ég heyrt áður sem kallmerki útvarpsins í Peking og það var upphafsstef 3. þáttar kórverks sem ég átti. Atli sagði mér fyrstur nafn þess og síðan hefur það fylgt mér og mótað líf mitt.
Við tvíburarnir sóttum síðan tíma hjá honum í tónlistarsögu og tónfræði í 5. og 6. bekk. Upphaflega höfðum við skráð okkur í annað nám en komumst ekki yfir námsefnið sem þurti að lesa jafnóðum inn á segubland. Atli tók við okkur og hlutum við gott tónlistaruppeldi hjá honum.
Atli Heimir er ólíkindatól í tónsköpun sinni. Enginn veit á hverju hann á von þegar Atli er annars vegar. Eitt er víst. Afraksturinn er ævinlega þess háttar að umtal vekur.
Fyrsta verkið sem ég heyrði eftir Atla var Hlými, en það var flutt á norrænni tónlistarhátíð árið 1967. Við Jón Þorsteinsson, núverandi óperusöngvari, fórum saman á hátíðina og nutum þess til hins ítrasta að hlusta á jafnólík verk og þau sem flutt voru eftir Pál Ísólfsson og Atla Heimi. Hlými vakti hjá mér óstöðvandi hlátur því að gleðin í öllu fimbulfambinu var svo oendanlega mikil.
Ógleymanlegust er mér þó óperan Silkitromman þar sem Guðmundur Jónsson söng aðalhlutverkið og fór á kostum. Ég fékk það verkefni að hljóðrita hana á snældur fyrir Þjóðleikhúsið og iðrar þess jafnan að hafa ekki fengið leyfi til þess að taka eitt eintak handa sjálfum mér. En svona var ég nú heiðarlegur og við sem að fjölfölduninni stóðum.
Ríkisútvarpið ætti skilyrðislaust að flytja þessa óperu Atla Heimi til heiðurs, í minningu Guðmundar Jónssonar og hlustendum til ánægju og yndisauka.
Ég óska Atla heimi til hamingju með afmælið og megi honum gefast mörg og frjósöm ár.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.