Fyrir nokkru heyrði ég haft eftir íslenskum öryggisverði að fyrirtæki hans væri nú beðið að vakta skóla í Reykjavík þar sem tilraunir hefðu verið gerðar til þess að ræna íslenskum börnum. Voru einkum nefndir útlendingar af tveimur þjóðernum til sögunnar. Réð ég það af frásögninni að menn héldu að flytja hefði átt börnin úr landi.
Sá sem sagði mér þessa sögu er ekki íslenskur ríkisborgari og komu mér þessar fréttir á óvart. Ég hafði aldrei heyrt að skólar í Reykjavík hefðu fengið öryggisverði til þess að gæta skólabarna.
Séu þessar fréttir sannar er full ástæða fyrir skólayfirvöld til að staðfesta þær og sjá til þess að fjallað verði um málið á ábyrgan hátt.
Sé hins vegar um ímyndun starfsmannsins að ræða er það mun alvarlegra mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.9.2008 | 08:35 (breytt 24.9.2008 kl. 06:40) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona er nútímaþjóðfélag orðið. Er það ekki áhyggjuefni. Börnin okkar eru ekki örugg lengur að vera í leik utandyra. Ég hafði samband við starfsmann í borgarstjórn vegna þessa máls og bað þá um að girða kringum alla skóla landsins eftir að útlendingur reyndi að nema á brott stúlkubarn af lóð Austurbæjarskóla. Það er allstaðar opin aðgangur á lóð skólana og hver sem er getur labbað inn í skóla landsins.
Anna , 23.9.2008 kl. 09:39
Já ljótt ef satt er. Ég vona innilega að um misskilning sé að ræða.
Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 12:38
Hvort sem um misskilning eða ekki er að ræða þá ber að taka öryggi barna mjög alvarlega. Einu sinni var vitlaust barn sótt á leikskólann sem dóttir mín stundaði nám og uppgötvaðist ekki að um vitlaust barn væri að ræða fyrr en heim var komið. Þarna var bara gengið inn á leikskólann og sagt verið að sækja barn með ákveðnu nafni og því afhent viðkomandi án þess að nokkrra spurninga væri spurt. Kom svo í ljós að þetta var vitlaust barn sem bar sama nafn og það sem sækja átti.
Svona getur farið. Hver sem er getur gengið inn á leikskólana og frammi í andyrinu eru hólf barnanna skilmerkilega merkt með nafni og mynd. Hver sem er getur sagst vera að sækja hinn eða þennann og starfsfólkið er oft of feimið við að spyrja viðkomandi spurninga eða hringja heim til staðfestingar. Í tilfellinu sem ég minntist á áðan var um aldraðann langafa barnsins að ræða sem var að létta undir móðurinni með þvi að sækja barnið. Móðirin hafði samstundist samband við skólann og skilaði barninu og náði í sitt eigið barn.
En þetta vekur mann samt sem áður til umhugsunar um allar þær hættur sem eiga sér stað alls staðar og þó svo að börn séu ekki endilega numin úr landi þá er fullt af "vondu" fólki líka á litla góða Íslandi sem hefur í huga að skaða börn á margan hátt.
Erna (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:11
Það er ekki gott að vita af barnið manns sé ekki öruggt í skólanum vegna þessa , hvað á maður að gera ? hætta að vinna og vera með barninu sínu í skólanum og passa það ?
Aprílrós, 23.9.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.