Örnólfur Thorlacius er einstakur fræðari og heiðursmaður. Hann hefur ekki einungis lagt sig í líma við að fræða almenning heldur hefur hann einnig skemmt fólki með þýðingum sínum og umfjöllun um hvers kyns efni sem eru á mörkum skemmtunar og vísinda. Fyrst man ég eftir að hafa heyrt Örnólf í útvarpi þegar hann las vísindaskáldsögu um mikið ský sem nálgaðist jörðina. Í sögunni var fjallað um viðbrögð mannkynsins og lýst margs konar tækni sem menn héldu að myndi þróast. Skýið var í raun gríðarlega umfangsmikil vitsmunavera sem jarðarbúar þurftu að ná sambandi við og það tókst.
Örnólfur hefur sýnt og sannað að hægt er að beita íslenskri tungu til að fjalla um hvað eina sem fjallað er um. Nýyrði sem hann hefur smíðað eru bæði þjál og auðskilin. Verðskuldar hann því svo sannarlega þennan heiður.
Enn heldur Örnólfur áfram að fræða fólk og skemmta með visku sinni og fróðleik. Haldi hann því sem lengst áfram.
Örnólfur Thorlacius fær viðurkenningu fyrir vísindastörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menning og listir, Menntun og skóli | 26.9.2008 | 20:15 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir orð þín. Örnólfur hefur vakið áhuga margra kynslóða á undrum lífvera og tækniframförum. Einstakur sendiherra vísindanna.
Arnar Pálsson, 27.9.2008 kl. 12:15
Ég minnstis Örnólfs sem frábærs kennara á fyrstu árum Menntaskólans við Hamrahlíð. Maður hlakkaði alltaf til að fara í tímana hjá honum. Og ekki var það verra ef hann var í stuði og fór að segja okkur sögur þar sem hann lagði út af námsefninu. Það var tvímælalaust framsýni Guðmundar Arnlaugssonar á þessum tíma að þakka, að afburða kennarar eins og Örnólfur, Jón Böðvarsson, Vigdís Finnbogadóttir, Björn Þorsteinsson og margir fleiri tóku að sér kennslu við skólann. Og Örnólfur er enn að fræða, hann skrifar nú skemmtilega pistla í tímaritið Heima er best, sem eru auðskildir öllum almenningi. Þakka þér fyrir gott blogg Arnþór.
Hákon Hansson (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.