Er darraðardansinn hafinn og hvað gerist í fyrramálið?

Það voru heldur ónotalegar fréttir ríkisfjölmiðlanna af viðræðum Geirs Haarde og bankastjóra Seðlabankans í dag og í gær. Minna þær óþægilega á frásagnir af því sem gerðist áður en gamli Íslandsbanki fór á hausinn.

Nú er gengið farið að hrapa svo hratt að sumir telja að brátt líði að ögurstundu fyrir einhverja bankana og fyrirtæki í landinu. Ég er ekki hagfræðingur og kann ekki almennilega á þessi spávísindi. En þegar forsætis- og fjármálaráðherra ásamt fleirum sitja fundi eins og þá sem haldnir hafa verið um helgina er eitthvað meira en lítið að.

Ekki kæmi mér á óvart þótt krónan lækkaði verulega á morgun. Ég vildi þó óska að svo yrði ekki. Lífeyrisþegar og láglaunafólk fer einna verst út úr því sem nú er á seiði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband