Ýmsir rekast illa í flokki

Formaður Frjálslynda flokksins á ekki sjö dagana sæla. Fyrst gekk Kristinn Gunnarsson í flokkinn og síðan var Jón Magnússon kjörinn á þing fyrir sama flokk. Hvorugur þeirra rekst vel í flokki.

Kristinn getur ekki verið þekktur fyrir að hlíta lýðræðislegri niðurstöðu atkvæðagreiðslu þingflokksins einkum vegna þess að formaðurinn skipti um skoðun og fór ekki að hans ráðum.

Kristinn segist ennþá vera í Frjálslynda flokknum. Hvert ætli leiðin liggi næst? Einungis virðast tveir kostir fyrir hendi: Samfylkingin eða Vinstri-grænir. Hann ætti að vera á heimavelli í báðum flokkunum innan um gamla allaballa.

Varla fer Kristinn að velgja sjálfstæðismönnumundir uggum með því að sækja um inngöngu í flokkinn?

Einn kostur er þó ónefndur. Kristinn gæti stofnað einkaflokk á Alþingi. Þá yrði hann bæði formaður flokks og þingflokks.


mbl.is Kristinn undrast ákvörðun formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Sleggjuflokkurinn.

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 22:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband