Nokia sjái að sér

Snertiskjáir er einhver vesta uppfinning tölvualdar einkum þar sem þeir eru notaðir þar sem allir eiga rétt á að nýta sér tölvur. Þetta kom m.a. í ljós þegar Reykjavíkurborg efndi til atkvæðagreiðslu um flugvöllinn. Þá gat nokkur hópur fatlaðs fólks og aldraðs ekki nýtt sér snertiskjái. Evrópusamtök fatlaðra hafa margsinnis bent á að þessir skjáir útiloki fjölmenna hópa fólks frá því að nýta sér þægindi tækninnar. Í raun ætti bann við notkun snertiskjáa að vera hluti stefnu íslenskra stjórnvalda um upplýsingasamfélagið.
mbl.is Nokia nær ekki í jólapakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það er ekkert að því að bjóða upp á valmöguleika í símaflórunni og Nokia er einungis að bregðast þeirri kröfu sem margir hafa gert til þess að fá Nokia-síma með snertiskjá.

Þetta blessaða símtæki sem þeir kynntu um daginn er þannig úr garði gert að það býður ekki upp á neina meiri valkosti en fyrirfinnast í öðrum símtækjum sem eru með hefðbundnu takkaborði og skjá.

Það hjálpar ekki að banna eitt né neitt, svo framarlega sem að valkostirnir eru til staðar.

Magnús V. Skúlason, 8.10.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband