Tryggjum gengi íslenskrar tungu

Stofnaður hefur verið banki sem kallaður er "Nýi landsbanki Íslands".

Veik beyging lýsingarorða er einungis notuð þegar ákveðinn greinir fylgir nafnorðum. Því ætti bankinn að heita "Hinn nýi landsbanki Íslands" eða "Nýr landsbanki Íslands."

Látum ekki gengi íslenskrar tungu falla með krónunni

En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég votta öllum þeim, sem missa vinnuna, einlæga samúð mína og vona að almættið sjái til þess að þeir fái starf við sitt hæfi. Atvinnuleysið er mannskemmandi og reynir mjög á sálarstyrk fólks. Vonandi finna menn ný tækifæri í stöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru svona nöfn ekki alveg hefðbundin? Nýja bíó?

Haukur Þorgeirsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:22

2 identicon

Það er eftir öður að þeim takist einnig að fella gengi tungunnar.  Hún er víst lítils virði reiknað í Evrum ég ég man rétt.

Með hugan við gengi:  Hefur engum dottið í hug að fara til Kína? Þeir sitja á einhverjum digurstugjaldeyrissjóðum sem sögur fara af.  Við tókum vel á móti forsetanum þeirra og tekin var upp persónunjósn sem aldrei fyrr.  Íslenskir embættismenn báru undir kínverska hverjir væru á leið til landsins og hverjir yrðu gestgjafar þeirra.  Er ekki komið að vinargreiða í staðinn?

Emil (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.10.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband