Komdu nú og kroppaðu með mér ...

Þær tengdamæðgur, Elín og Elva Hrönn, tóku slátur. Var mörnn, vambirnar og innmatur annar settur út á svalir.

Elfa Hrönn fór með Birgi Þór í klippingu og kom víst hlaupandi inn með miklu írafári að tilkynna tengdamóður sinni að hrafnar væru komnir í slátrið. Voru þeir 5 sem átu í mestu makindum. Mér skilst að þeir hafi þegar verið búnir með eitthvað af mýrum og einn poka af mör þegar boðinu lauk.

Hver reynir að bjarga sér og sínum í kreppunni og er víst að samhjálp ríkir í krummheimum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband