Orðhengilsháttur stjórnmálamanna

Eftir Silfur Egils á sunnudag komst ég að þeirri niðurstöðu að þau, sem ekki voru þingmenn, þ.e. Sigmundur Davíðsson og Guðrún Pétursdóttir, hefðu í raun sagt það sem segja þurfti. Stjórnmálamennirnir Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir töluðu í tilbúnum setningum sem fólu ekki í sér neina lausn. Það vantaði einungis tilvitnun í einhvern góðan stjórnmálamann eða rithöfund til þess að gefa orðum þeirra trúverðugri tón. Varð mér hugsað til þess hvort nú þyrfti að skipa starfsstjórn fólks, sem stæði að einhverju leyti utan stjórnmálaflokkanna eins og gert var árið 1942.

Og nú virðast ýmsir stjórnmálamenn, sem aðhyllast frjálshyggju eða gerðu það, vilja afnema allar leikreglur um umhverfismat. Ál og ekkert annað en Ál! Menn vilja stækka álverið í Straumsvík og jafnvel endurtaka atkvæðagreiðsluna í Hafnarfirði, hverfa algerlega frá umhverfismati væntanlegs álvers á Bakka o.s.frv.

Íslenskar orkulindir eru ekki ótakmarkaðar og greinilegt er að gæta þarf varúðar við virkjun og nýtingu þeirra. Það sýnir m.a. mengunin frá Hellisheiðarvirkjun. Nú skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að Íslendingar doki við og velti fyrir sér hvort þeir eigi ekki að fjárfesta í öðru en áliðnaði. Þá ríður á miklu að menn beri virðingu fyrir þeim sjónarmiðum sem fengið hafa að þróast á undanförnu árum og taka mið af umhverfisþáttum. Slaki menn á í þessum efnum verður haldið áfram á sömu braut.

Þótt syrti í álinn um sinn mega eyðingaröfl afturhaldsins ekki ná yfirhöndinni í íslensku samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur

Ég þekki nú ekki þessa sögu um starfsstjórn, en það er ljóst að utanaðkomandi aðstoð er mjög nauðsynleg. Annað hvort eftirlit, framkæmda af óháðum erlendum aðila, með stjórnmálamönnum og bönkunum, eða sú leið sem þú talar um, starfsstjórn,  sem mér sýnist í fljótu bragði að gæti endurnýjað trú erlendra aðila, og kannski ekki síst íslendinga, á að hægt sé að vinna sig út úr vandanum. Maður sér það á bloggi og heyrir á flestum, að trúin á lausn, með þessa ríkisstjórn, er nánast engin 

Þórhallur, 14.10.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Pólitíkusarnir okkar eru bara lið sem vinnur við að tala.  Og setja álögur.

Nú er kominn tími til að gera eitthvað.  Leggja til dæmis hálendisveg, eða bora göng undir flestar heiðar.  Og kannski framleiða eitthvað úr þessu áli.

Ég held að 3 heimstyrrjöldin sé á næsta leiti, svo ég mæli með stýriflaugum.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.10.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband