Menn fengu fé að láni á lágum vöxtum og lánuðu það öðrum með hærri vöxtum. Þá var féð aftur lánað enn öðrum og þá í löndum þar sem vextir voru enn hærri, kannski var bara um eitt land að ræða í seinna tilvikinu. Afraksturinn var notaður til að kaupa hlut í fyrirtækjum og þess jafnvel vænst að arðurinn af rekstri hlutafélaganna stæði undir afborgunum lána sem einnig voru tekin til að fjármagna kaupin.
Síðan var nafnverð hlutabréfanna skrúfað upp með ýmsu móti og keypt hlutabréf í enn öðrum félögum og greitt með hutabréfum. Að lokum var svo komið að megineign sumra félaga voru hlutabréf í bönkum og menn áttu í raun hlut í sjálfum sér vítt og breitt um sviðið.
Eignatengsl íslenskra auðmanna og fyrirtækja eru eins og einn allsherjar köngulóarvefur. Jón Gerald Söllenberger hringdi til mín í sumar og tjáði mér að Baugur væri með svo mikil tengsl um allt íslenska lánakerfið að riðaði hann til falls myndi ýmislegt annað fara líka. Og lenti Landsbankinn í vandræðum syrti einnig í álinn hjá Baugi. Sömu tengsl væru einnig við Glitni.
Frásögn Jóns var hreint ævintýri líkust. Ég gat þó ekki betur séð, eftir að hafa ráðfært mig við reyndan fjárfesti, að hann hefði rétt fyrir sér.
Svona var þetta líka á Sturlungaöld. Þar voru tengslin styrkt með ýmsu móti og svo hefur verið gert að undanförnu eins og jafnvel mætustu hjónabönd sanna.
Ég ætla reyna á næstu dögum að láta mér detta í hug eitthvað annað að skrifa um en hagfræði, fjármál og kreppu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.10.2008 | 07:49 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 319767
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo segir Jón Násker að hann beri ekki NEINA ábyrgð..... EKKERT..Ef þetta er ekki að vera siðblindur.
Reykjavíkurmær (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.