Veljum íslenskt og hnattvæðingin

Um helgina var skorað á Íslendinga að velja íslenskt. Rifjaði þetta upp þá tíma sem voru hér á landi áður en Ísland gekk í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA og farið var að opna fyrir viðskipti við útlönd. Þá var íslensk framleiðsla á ýmsum sviðum í blóma. Framleidd voru teppi, net, húsgögn o.fl. sem of langt yrði upp að telja að ekki sé minnst á fataiðnaðinn.

Þegar kreppir að og skortir gjaldeyri er vart við öðru að búast en vöruúrval verði um skeið ekki hið sama og það var hér áður. Þá er viðbúið að stjórnvöld hvetji fólk til þess að kaupa fremur íslenskan varning en innfluttan.

Í BBC hefur að undanförnu verið fjallað um skelfilegar afleiðingar hnattvæðingarinnar í ýsum þróunarlöndum heims. Þær birtast m.a. í því að innlendir framleiðendur hafa ekki getað keppt við erlendan innflutning - og það jafnvel frá Evrópusambandinu sem greiðir niður verð landbúnaðarafurða. Minna má á að varað var við að gefa íslenska fiskibáta til landa Austur-síu sem urðu fyrir miklu tjóni í hamförunum sem urðu í kjölfar jarðskjálftans á jóladag fyrir nokkrum árum, því að um leið yrði innlendur iðnaður lagúr í rúst.

Snemma í vor var í þættinum Samfélagið í nærmynd fjallað um að nú væri íslenski verkamaðurinn að deyja út. Væri það ekki undarlegt því að mikið væri flutt inn af innlendu vinnuafli. Þá borgaði sig ekki lengur að framleiða ýmislegt innanlands sem hægt væri að fá með miklu hagstæðara verði utanlands.

Vonandi eru Íslendingar ekki svo skyni skroppnir að þeir kunni ekki lengur til verka þegar þeir þurfa í ríkara mæli en áður að fara að framleiða í sig og á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband