Engin svör frá forstjóra Vinnumálastofnunar

Hinn 12. sept. sl. sendi ég Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, bréf um ýmsa hnökra á aðgengi að eyðublöðum stofnunarinar og heimasíðunnar. Skemmst er frá því að segja að enn hefur ekkert svar borist.

Þess vegna sendi ég honum annað bréf í dag.

Ágæti Gissur Pétursson.

Ég sendi þér tölvupóst 12. fyrra mánaðar vegna óaðgengilegra eyðublaða á heimasíðu Vinnumálastofnunar og nokkurra hnökra á heimasíðu.

Þar sem mér hefur enn ekki borist svar við spurningum mínum leyfi ég mér að senda þér afrit bréfsins.

Ég sendi afrit formanni Blindrafélagsins og Öryrkjabandalagi Íslands.

Nú þegar harðnar á dalnum hjá fólki ríður á að aðgengi að heimasíðu stofnunarinnar sé í lagi.

Virðingarfyllst,

Arnþór Helgason
*****************************************************
Arnþór Helgason,
Tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
Símar: 5611703, 8973766
Netfang: arnthor.helgason@simnet.is
Pistlar: http://arnthor.helgason.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband