Enn lengist syndaregistur Sjálfstæðisflokksins - leyniskýrsla fjármálaráðuneytisins

Spegillinn átti í kvöld viðtal við Einar Árnason, hagfræðing, þar sem hann greindi frá nýrri skýrslu fjármálaráðuneytisins. Þar kemur fram að skattbyrði á lágtekjufólk hefur aukist mest hér á landi á undanförnum áratug af öllum löndum OECD. Er þetta í algerri mótsögn við það sem ráðuneytið hélt fram í deilum sínum við Öryrkjabandalag Íslands og Landsamband eldriborgara.

Fjármálaráðherra gekk svo langt haustið 2005 að væna Stefán Ólafsson, prófessor, um rangfærslur í skýrslu sem Stefán samdi á vegum Öryrkjabandalags Íslands, en skýrsla sú var andsvar bandalagsins við skýrslu og tillögum Tryggva Þórs Herbertssonar um velferðarkerfið.

Nú sýna skýrslur svo að ekki verður um villst að Öryrkjabandalag Íslands hafði rétt fyrir sér og annaðhvort var Árni Mathiesen ósannindamaður eða hann hreinlega skildi ekki um hvað málið snerist.

Hvað ætlar Öryrkjabandalagið að gera nú? Og ætlar Árni Mathiesen að biðjast afsökunar á orðum sínum og hegðan á þessum tíma? Hvað um aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fóru mikinn með brigslyrðum sínum á hendur Öryrkjabandalaginu og Landsambandi eldriborgara?

Ég skora á ÖBÍ og LBE að beita sér fyrir því að Árni Mathiesen veði látinn segja af sér. Hann er gersamlega rúinn öllu trausti.

Skýrsluna má sjá á vefnum www.bsrb.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var alltaf óþolandi að hlusta á þá ljúga að þjóðinni og það versta var að 30-40% þjóðarinnar trúði þessum mönnum.

Valsól (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 07:02

2 Smámynd: Dóra

Já það er með ólíkindum hvernig hægt er að koma fram við okkur öryrkjana.. Þessir háu herrar ljúga hægri/vinstri

Ég er löngu hætt að treysta þessum djöflum.

Það á að segja þessu liði upp og það strax. !

Kveðja Dóra öryrki í Danmörku

Dóra, 30.10.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband